Feiknaveiði í Vatnamótunum – hundrað fiskar á nokkrum dögum
Sjóbirtingsveiðin hefur verið allt í lagi síðustu daga og veiðimenn að fá fína fiska, vel haldna eftir veturinn. Tungulækur, Tungufljót, Geirlandsá og Vatnamótin hafa verið að gefa flotta veiði. Það hefur aðeins hlýnað og það hefur sitt að segja með aflamagnið.