Á vefsíðu Veiðifélaganna komu fram nýjar vikulegar veiðitölur í gær. Þar má sjá Ytri-Rangá á toppnum með 2.866 laxa, svo kemur Þverá/Kjarrá með 1.998, Miðfjarðará með 1.334, Norðurá í Borgarfirði 1.460, Eystri-Rangá 1.402, Selá í Vopnafirði 1.150, Langá á Mýrum 1010, Jökla með 910 laxa, Láxá í Dölum 888 og Hofsá í Vopanfirði með 857 laxa. Víða eru heimtur orðnar mun betri núna en á sama tíma í fyrra og sem fyrr kemur vesturlandi best út í þeim samanburði.
Eldra efni
Saga laxveiða í Borgarfirði – kynningarfundur 27. október
Í Borgarfirði eru gjöfular laxveiðiár sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu hvað varðar veiðiaðferðir og áhrif á búsetu í héraði. Landbúnaðarsafn Íslands fékk nýverið veglegan öndvegisstyrk úr Safnasjóði til að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði, en þessi stuðningur
Flottar bleikjur úr Blundsvatni
„Það eru flottar bleikjur í Blundsvatni og við fengum þessa fiska í net,“ sagði Steinar Berg á hótelinu á Fossatúni við Grímsá í Borgafirði. „Veiðin hefur gengið vel hjá okkur í vatninu og við erum búin að veiða um 100 bleikjur
Einmuna tíðarfar og vötnin íslaus
„Það styttist í að veiði í vötnum byrji en maður verður bara að bíða, staðan er fín þessa dagana,“ sagði veiðimaður, sem var líka að skoða við Elliðavatn í gær, ekki er að sjá ís á vötnum í nágrenni Reykjavíkur þessa daga.
Flottir maríulaxar í Flókadalsá
Það var mikill spenningur hjá þeim systkinum Allan Sebastian 8 ára og Kötlu Madeleine 6 ára að fá loksins að fara í laxveiði með pabba og afa. Förinni var heitið í Flókadalsá í Borgarfirði og voru þau Allan og Katla
Korpa komin í 140 laxa – veiðin í næsta nágrenni Reykjavíkur
„Það var gaman að veiða lax í Korpu en við fengum þrjá laxa,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson og hann bætti við; „mamma fékk maríulaxinn sinn. Áin var pökkuð af laxi og ég ætla klárlega að koma hingað og veiða aftur. Korpa
Fjörug fjölskylduferð í Straumana
„Veiðin gekk vel hjá hollinu í Straumana og lönduðum við 15 löxum,“ sagði Viktoría Sigurðardóttir sem var að koma úr skemmtilegri og fjörugri fjölskylduferð í Straumana í Borgarfirði. „Hver vakt skilaði vel af sér og var mikið líf í ánni.