Hefðbundnu hreindýraveiðitímabili er lokið
Vel gekk að veiða hreindýr í ár, enn er þó heimilt að fella 24 dýr. Athygli vakti hversu norðarlega dýr voru felld að þessu sinni. Dýr voru felld mun norðar en vani er til og rysjótt tíð gerði veiðimönnum oft erfitt fyrir að þessu sinni, einkum þoka og rigning. Veiðimönnum hefur gengið erfiðlega að finna dýrin þótt veðrið hafi verið mjög gott síðustu daga tímabilsins og náðu þá margir sínum dýrum. Tarfa mátti veiða til 15. september en kýrnar til 20. september.
Af átta hundruð dýrum sem mátti veiða er búið að fella 769, en sjö náðust ekki; þrír tarfar og fjórar kýr, kemur fram í frétt RUV um lok hreindýraveiðitímans.