Fréttir

Jólagleði veiðifólks SVFR í Akógessalnum 4. desember

Það verður glatt á hjalla miðvikudagskvöldið 4. desember þegar jólagleði Stangaveiðifélags Reykjavíkur SVFR fer fram í Akóges salnum Lágmúla 4 en skemmtinefndin lofar góðri stemmningu fram eftir kvöldi:

  • Nýjasta ársvæði félagsins, Vatnsdalsá í Vatnsfirði, kynnt til leiks.
  • Kynning á bókinni um Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit.
  • Goðsögnin Árni Baldursson gefur viðstöddum innsýn í nýútkomna bók sína „Í veiði með Árna Bald“.
  • Jólahappahylurinn verður á sínum stað.
  • Veiðihornið og Reiða öndin sjá til þess að hægt verði að gera góð kaup á alls kyns fíneríi í jólapakka veiðifólksins.

Húsið opnar klukkan 19:00.