Hafravatn er ekki frægt fyrir stóra fiska, frekar marga og mjög smáa, urriða og bleikjur. Fiskurinn sem veiddist á dorg í vatninu 2020 kom stórlega á óvart miðað við stærðina í Hafravatni.
En veiðimenn hafa verið duglegir að dorga á vatninu eftir að ísinn var traustur í vetur og veiðin hefur verið fín, en fiskurinn er smár.
„Við höfum farið nokkrum sinnum og veitt vel, það hafa yfirleitt alltaf einhverjir verið að veiða,“ sagði veiðimaður sem mikið hefur stundað Hafravatn í vetur og fengið flotta veiði.
„Fiskarnir eru frekar smáir en einn og einn sæmilegur,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.
En það var Lithái sem veiddi fiskinn góða á dorg árið 2020, var 14 punda urriði. Það eru ekki miklar líkur á að svona bolti veiðist aftur í Hafravatni fyrr eða síðar. Þetta var eiginlega einstakt afrek.
Ég hef aldrei fyrr eða síðar séð svona stórann urriða úr Hafravatni, bara litlir urriðar varla nema pund og aðeins stærri. En allt getur skeð í veiðinni og líka á dorgi. Fátt er skemmtilegra en að vera út á miðju vatni og sjá fiskinn taka agnið, þess vegna stunda fleiri og fleiri dorgveiði víða um land.