Margir fengið flotta veiði í Veiðivötnum
„Get ekki kvartað, átti sturlaða lokadaga í Veiðivötnum,“ segir Helga Veiðir og bætir við; „einn 10 pundari 70 cm og 49 cm ummál. Síðan nokkra á bilinu 3-5 punda. 5 komu með mér heim restin fékk að synda aftur út í og viðhalda stofninum. Allir féllu fyrir misgáfulegum tröllafiskaflugum er ég hafði hnýtt,“ sagði Helga Veiðir í lokin.
Veiðivötn hafa gefið vel í sumar og margir fengið flotta veiði. Sama er að segja af vatnaveiði í sumar vötnin hafa verið að gefa vel, flotta og væna fiska. En veiðitímabilið er búið þetta sumar inní Veiðivötnum og margir bíða spenntir eftir næsta sumri.