Jón Hermannsson með fiskinn sem er hans lang stærsti úr Sandá í Þistilfirði
FréttirRisalaxVeiðitölur

Risa fiskur úr Sandá sá stærsti hjá Jóni

„Já þetta var meiriháttar og baráttan var í tvo klukkutíma við fiskinn, en laxinn tók rikisfluguna,  rauða frances,” sagði Jón Hermannsson, sem hefur veitt marga laxa 20 punda, líklega eina tíu í gegnum árin, en þessi úr Sandá er sá lang stærsti.

„Þetta var alvöru slagur og fiskurinn hefur verið 24, 25 pund, svakalega þykkur og veiddist í Bjararhyl. Við vorum með 19 fiska hollið á þremur dögum, meiriháttar veiðitúr. Sandá er fjölbreytt veiðiá,” sagði Jón enn fremur.

Sandá í Þistilfirði er að komast í 300 laxa á þessu sumri en ennþá á eftir að veiða í ánni, svo allt getur gerst ennþá.