„Það eru komnar rjúpur í jólamatinn, fékk þær þegar ég fór vestur síðustu helgina sem mátti veiða,“ sagði veiðimaðurinn Guðlaugur P. Frímannsson og bætti við; „þetta er alltaf sama svæðið“.
Rjúpnaveiðin er ennþá fyrir austan en spáin um helgina er alls ekki góð en næsta vika verður betri. „Ég fór austur um síðustu helgi en fékk ekkert en veiðimenn voru að fá fluga í kringum mig,“ sagði veiðimaður fyrir austan.
„Það var mikil púðusnjór en ég ætla aftur í desember,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.
Veður hefur verið alls konar á rjúpunni eins og gengur, en jólamaturinn er víða kominn í hús. En einn og einn á eftir að ná í fugla og það er bara hægt fyrir austan.
.
Leitað af fugli.