Úr ýmsu að velja í jólamatinn
„Jólamaturinn er klár, rjúpurnar komnar og góð veiði á gæs og silungi í sumar, veiðitímabilið gekk vel,“ sagði Gunnar Ólafur Kristleifsson, þegar við heyrðum í honum í vikunni og hann bætti við; „en það væri samt ágætt að ná í nokkrar endur í viðbót.“
„Veiðin í allri sinni mynd er skemmtileg en ég fór um leið og rjúputíminn hófst og við fegðar náðum í nokkrar. Ég er sáttur með árið með bestu veiðifélögunum Þrúði Finnbogadóttiur og Finnboga Gunnarssyni,“ sagði Gunnar enn fremur.
Rjúpnaveiðin hefur gengið upp og ofan, veðurfarið enda verið rysjótt en margir komnir með í jólamatinn og það er fyrir mestu. ,,Ég þurfti að fara þrisvar til að ná þessum tíu rjúpum en það hafðist,“ sagði veiðimaður fyrir norðan.