,„Þegar maður er tólf ára trítill og þræðir bryggjurnar í Reykjavik og veiðir og veiðir, það er stórkostlegt þegar pabbi manns tekur mann í veiði, en það fékk ég að upplifa sem barn og er sterk æskuminning,“ segir Bjarni Ákason og er að tala um soninn Viktor Áka.
„Lítill (12 ára) fékk að fara með mér í Miðfjarðará í vikunni og var það ævintýri líkast fyrir okkur feðga því það beið Maríulax eftir unga manninum sem og 6 aðrir félagar laxins og pabbinn fékk rúmlega það.
Helgi Guðbrands var okkar stoð stytta enda þekkir hann alla alvöru leyniveiðistaði í ánni. Við fengum megnið á smáflugur (16-18) og svo tvo á einkrækju hitch svo einn á bomber. Algjört ævintýri,“ sagði Barni enn fremur.