Bráðum sér fyrir endann á veiðinni í sumar og stefnir Ytri-Rangá í að ná 4000 laxa markinu, síðasta vikan gaf tæplega 400 laxa. Aðrar ár eru jafnvel á meira farti, aukningin milli ára er talsverð og hægt að fagna veiðinni í ám eins og Miðfjarðará, Þverá, Kjarrá og Jöklu. Eystri er nokkuð langt frá sínu og má muna fífil sinn fegurri. Almennt eru veiðárnar að skila talsvert meiri aukningu milli ára að þessu sinni, eins og fram kemur í veiðitölum á angling.is. Hér er listinn yfir 11 hæstu árnar frá 18. september sl.
Veiðisvæði | Dagsetning | Lax | Stangir | Fyrra árs lokatölur (2023) |
---|---|---|---|---|
Ytri-Rangá | 18. september | 3828 | 22(20) | 3587 |
Miðfjarðará | 18. september | 2321 | 10(9) | 1334 |
Þverá/Kjarará | 18. september | 2237 | 14(13) | 1306 |
Eystri-Rangá | 18. september | 1795 | 18(17) | 2602 |
Norðurá í Borgarfirði | 18. september | 1703 | 15(13) | 1087 |
Selá í Vopnafirði | 18. september | 1349 | 6(6) | 1234 |
Langá á Mýrum | 18. september | 1184 | 12(12) | 709 |
Jökla (Kaldá og Laxá) | 18. september | 1138 | 8(8) | 525 |
Laxá í Dölum | 18. september | 1122 | 6(6) | 645 |
Hofsá í Vopnafirði | 18. september | 1057 | 6(6) | 1088 |
Laxá á Ásum | 18. september | 980 | 4(12) | 660 |