Fréttir

Sandá í Þjórsárdal með flotta veiði

Veiðitíminn er að styttast í annan endann þessa dagana en veiðimenn  eru  ennþá að fá fiska. Rangárnar enn í gangi og líka veiði á sjóbirtingi og hann er að veiðast vel þessa dagana. Og veiðimenn voru í Sandá  í Þjórsádal og þeir fengu flotta fiska.

,,Við vorum þrír vinir sem tókum dagsferð í Sandá  í Þjórsárdal umhverfið og náttúrufegurðin í hæsta skala,” sagði  Sigurður G. Duret í samtali og bætti við; „Já það var eitthvað af fiski á svæðinu og við sáum nokkra, fengum á land nokkra og upp komu flottir fiskar, alla vega tveir, einn 80 cm lax, einn 95 cm og sá þriðji 73 cm staðbundinn urriði. Gríðarlega falleg og skemmtileg veiðiá,” sagði Sigurður enn fremur.