„Já ég fór á stanganámskeið og það var verulega gaman,“ sagði Árni Elvar H. Guðjohnsen, sem var á stangarnámskeiði hjá Júlíusi Guðmundssyni, sem hefur verið ötull að halda slík námskeið síðustu misserin. Fátt er skemmtilegra en að smíða sína eigin stöng og veiða á hana, svipað eins og hnýta flugur og veiða fiskana á þær. Allt hefur þetta sitt gildi.
„Ég fór á þetta námskeið í nóvember til að smíða mér stöng og það var mjög gagnlegt og næsta sumar fer ég að veiða með stöngina og vonandi fiska ég,“ sagði Árni enn fremur.
Margir hafa sótt veiðistanganámskeiðin í vetur og enn er tími til að bæta við stöngum áður en veiðitíminn byrjar fyrir alvöru.
Mynd. Árni Elvar H Guðjohnsen með stöngina sem hann smíðaði.