Jógvan Hansen á góðum degi

Silungsveiði í Mallandsvötnum á Skagaheiði er áhugaverður valkostur fyrir silungsveiðimenn.  Mallandsvötn eru að mati margrafalin perla í veiðivatnaflóru landsins. Þarna hafa veiðimenn aðgengi að sex veiðivötnum þar sem þeir geta veitt allan sólarhringinn. Það er fátt sem toppar það veiða í miðnætursólinni við heiðarvötnin á Skagaheiði eða vakna eldsnemma morguns og veiða í morgunkyrrðinni.

Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á að veiðimenn gætu gist hjá okkur í íbúðarhúsinu á Mallandi.  Þessi valkostur breytti aðsókn að Mallandsvötnum töluvert.  Mikið var um að 4-8 manna veiðihópar keyptu upp allar stangirnar og gistingu í 2-3 daga í senn – menn vildu hafa veiðisvæði út af fyrir sig.  Þetta skilaði sér í metveiði sumarið 2024, en þá veiddust yfir 1.200 silungar í Mallandsvötnum. Sumir hóparnir í fyrra lentu í ævintýralegri veiði.  

Það var ánægjulegt að sjá að bleikjustofninn í vötnunum virðist vera að styrkjast og sem dæmi má nefna var hlutfall bleikju yfir 40% af heildarveiði í Selvatni og Rangatjörnum.  

„Þetta er meiriháttar svæði og mikið af fiski, fór þarna í fyrra,, sagði Jógvan Hansen og bætti við,, aðstaðan er uppá 10 og fiskurinn vænn. ég ætla aftur þarna í sumar,“ sagði Jógvan enn fremur.

Veiðileyfi í Mallandsvötnum veitir aðgengi að sex veiðivötnum í landi Mallands, þetta eru vötnin Skjaldbreiðarvatn, Urðartjörn, Heytjörn, Selvatn, Álftavatn og Rangatjarnir ásamt lækjarkerfum við vötnin. Í vötnunum er staðbundin urriði og bleikja, mest eruþetta 1-2 punda fiskar, en 4-5 punda fiskar veiðast þarna reglulega. Mikið er um að fluguveiðimenn sæki í vötnin, en heimilt er að veiða á flugu, spún og maðk. 

Stangardagurinn kostar á 6.000 kr. og við seljum hámark 8 stangir í vötnin á dag.  Við reynum að hafa eingöngu 1 eða 2 hópa á staðnum í einu. 

Boðið er upp á sjálfsmennskugistingu í íbúðarhúsinu á Mallandi og húsið er leigt út í einu lagi.  Í húsinu eru fjögur 2ja manna herbergi og svo er tveggja manna svefnsófi í risi  – samtals geta því 8-10 manns gist í húsinu í senn. Þarna er eldhús, baðherbergi með sturtu, þvottahús með þvottavél og þurrkara, stofa auk svefnherbergja. Bara strangheiðarlegt alþýðuheimili – enginn óþarfa íburður. Þér líður bara eins og einum úr sveitinni þegar þú gistir á Mallandi.  Við íbúðarhúsið hefur verið útbúin vöðlugeymsla og grillaðstaða, en þar er einnig aðgerðarborð og frystikista. Húsið er leigt út á 50.000 kr.fyrir sólarhringinn.