Fréttir

Andakílsá er skemmtileg veiðiá

Veiðiskapurinn gengur víða vel þessa dagana, vatn er mikið og fiskur að ganga á hverju flóði. Margar ár hafa gefið miklu meiri veiði en á sama tíma í fyrra sem boðar gott fyrir framhald veiða.

„Veiðin gekk vel hjá okkur Sindra en við tókum 9 fiska á stöngina í Andakílsá, 8 laxa og einn sjóbirting en misstum helling af fiski, hann tók svo grannt,“ sagði Heiðar Logi Elíasson en hann hefur verið við veiðar í Andakílsá í Borgarfirði. En veiðin hefur gengið vel þar í sumar og komnir á annað hundrað laxar á land.

„Ég veiddi hérna í fyrra en áin er fjölbreytt og smekkfull af fiski skal ég segja þér og allt voru þetta eins árs fiskar. Næst er það veiðitúr í Vatnamótin og svo Jökla, mjög spenntur fyrir henni,” sagði Heiðar Logi enn fremur.