Fallegt á Þingvöllum en urriðinn ekki mættur
„Nei við sjáum ekki neitt, hann er líklega ekki kominn ennþá urriðinn, en hann kemur,“ sögðu tveir heiðursmenn við Öxará fyrir fáum dögum, en það styttist í að urriðinn komi á sinn stað í ánni og þá verður fjör.
Mörgum finnst reyndar urriðinn vera kominn með mikil yfirráð í vatninu, murtan er alveg horfin og miklu minna er um bleikjuna í þessu fornfræga vatni sem geymdi margar tegundir sem fækkar með hverju árinu.
En það er fallegt við vatnið, einhver hreyfing var neðst í Öxaránni og urriðinn á leiðinni. Það verður tignarlega sjón þegar fjörið byrjar það þekkir Jóhannes Sturlaugsson manna best.