Fréttir

Flott veiði í Andakílsá, mokveiði á köflum

Guðdís Eiríksdóttir með maríulaxinn sinn í Andakílsá. /Mynd Niels

„Áin er pökkuð af fiski en við fengum 32  laxa og misstum annað eins, þetta var sannarlega fjör á bökkum árinnar,“ sagði Niels Valur Vest í samtali, en hann var að hætta veiðum í Andakílsá i í vikunni en áin hefur gefið 450 laxa og ennþá er töluvert eftir af veiðitímanum.

„Síðasta morguninn fengum við 18 laxa og Guðdís Eiríksdóttir veiddi maríulaxinn sinn í ferðinni og fékk þrjá laxa á fluguna í viðbót. Ég landaði 9 löxum síðasta morguninn mest á Green Butt númer 14,“ sagði Niels enn fremur.

Veiðin hefur verið hressileg í Andakílsá síðustu vikurnar og fiskur víða í ánni. Mjög mikið sumstaðar.

Guðdís Eiríksdóttir með maríulaxinn sinn í Andakílsá. Mynd Niels