Hreindýraveiðar standa yfir þetta dagana og margir náð dýri. En veðurfarið hefur verið heldur leiðinlegt síðustu daga en menn láta sig hafa það og dýrið næst, það er aðalmálið fyrir veiðimenn.
„Nei það var ekki beysið veður í gær á hreindýri, það er rétt en þetta hafðist og það var kominn nokkurra sentimetra snjór,“ sagði Kristján Krossdal í samtal og bætti við; „við vorum á svæði þrjú í Skúmhattardal í Borgarfirði Eystra. Þetta var fjör en ég fékk leiðsögumannaréttindin á hreindýr núna í sumar. Svo er ég að fara í utanlandsferð í dag, en það var fyrir löngu ákveðið en ágætt eftir þetta,“ sagði Kristján enn fremur.