„Veiðitímabilið mitt hefur verið frábært. Það byrjaði með nokkrum stórkostlegum ferðum til Kúbu og Bahamaeyja yfir veturinn og síðan góður veiðitúr á ION svæðunum, sem er frábær staður til að hefja veiðar á Íslandi,“ sagði Nils Folmer Jorgensen um veiðitímalið og bætir við; „Í júlí veiddi ég í Laxá í Aðaldal, Jöklu, Breiðdalsá og Lakselvu í Noregi. Veiðin var miklu betri en búist var við fyrir tímabilið. Ég átti ekki von á að veiða 20 laxa á aðeins þremur dögum í Laxá í Aðaldal, til dæmis. En tímabilið var toppað með 102 cm nýgengnum laxi með lýs í Jöklu snemma í júlí. Venjulega sjáum við stóru fiskana seinna á tímabilinu þegar þeir eru orðnir litaðir og grannir, en þessi var alveg ferskur og í toppstandi og það er þannig sem mér líkar þeir best! Draumalax frá Íslandi. Þó að þetta hafi ekki verið minn stærsti lax, var þetta „kórónulaxinn.“

Restin af íslenska veiðitímabilinu fór í veiði aftur á Jöklu, síðan Laxá í Aðaldal, Sanda, Víðidalsá og Stóra Laxá IV. Því miður þurfti ég að aflýsa vikuveiði á Lakselvu og þremur dögum á Miðfjarðará í Bakkafirði, en þannig er það stundum.

Tímabilið á Íslandi fyrir mig endaði 30. september og laxarnir þurftu vissulega hvíld frá okkur. Einnig hefur þetta verið erfitt haust hvað veðrið varðar, sem tók mikið af ánægjunni frá veiðinni. Of margar stundir á veiðihúsum vegna óveiðanlegra gruggaðra vatna. Á þessum tíma var nóg komið fyrir mig og sjaldan eru ferskir laxar þá.

Allt í allt var þetta þó frábært tímabil fyrir mig – mjög ánægður. Ég held ég hafi landað um 120 löxum, þar af þremur yfir 100 cm og öllum sleppt.

Akkúrat núna er ég að hnýta flugur fyrir bonefish og tarpon fyrir ferð til Kúbu í nóvember og síðan flugur fyrir roosterfish og sailfish fyrir ferð til Kosta Ríka í janúar,“ sagði Nils Folmer enn fremur.