Rjúpnaveiðin hefur gengið víða vel og næstum er alveg snjólaust um land allt þó það gæti breyst á næstu dögum, alla vega fyrir norðan og austan. Margir hafa veitt vel af fugli en aðir hafa kannski ekki komist í færi við fuglinn eins og sumir.
Þessi hrafn komst í feitt fyrir nokkrum á dögunum á svölum í austurborginni og þurfti því ekki að fara sjálfur til rjúpna. Myndina tók veiðikonan Kristín út um glugga á vinnustað sínum og sýnir krumma kominn með góðan bita úr vænlegri rjúpnakippu.
Veiðin hefst aftur á morgun eftir tveggja daga stopp og margir ætla til veiða næstu daga. Eins gott að passa fenginn fyrir alls konar öðrum fuglum.