FréttirRjúpanSkotveiði

Æ fleiri ná sér í jólarjúpur – fuglinn er styggur

Gengið til rjúpna á Holtavörðuheiðinni /Mynd: María Gunnarsdóttir

„Við félagarnir ætlum um helgina já og ná restinni af jólamatnum, spáin er góð og best að klára þetta,” sagði veiðimaður, sem við hittum og var á leiðinni til rjúpna á laugardaginn. „Við erum búnir að fara fimm vestur og okkur vantar nokkrar rjúpur uppá jólamatinn, þetta er bara hóflegt hjá okkur þetta árið,” sagði veiðimaðurinn og bætti við; „það er töluvert af fugli heyrir maður en fuglinn er verulega styggur, alltaf að breytast veðráttan, við náum jólamatnum núna vonandi,” sagði veiðimaðurinn enn fremur.

„Við vorum á Holtavörðuheiðinni og fengum nokkra fluga,” sagði annar veiðimaður, sem var þar á föstudeginum. Lítið er af snjó þessa dagana á rjúpnaslóðum og veðurfarið næstu daga er bara gott.

Mikið er af fugli víða um land núna, en menn sammála um að hann sé styggur. Ennþá er töluvert eftir af tíma til að ná sér í jólarjúpur