Flottir fiskar í Hólaá
„Við vorum í Hólaá og fengum sex fiska ég og konan,“ sagði Atli Valur Arason, sem hafa verið iðinn við veiðiskapinn og veitt víða það sem af er sumri, bæði í laxi og silungi. „Við fengum fiskana í ánni á spún, þeir vildu alls ekki fluguna. Síðan vorum við að koma úr Jöklu og þar var fín veiði, bæði lax og silungar niður í Fögruhlíðarósi, flottar bleikjur,“ sagði Atli Valur sem ætlaði að renna fyrir fisk um helgina fyrir austan.
Silungsveiðin hefur víða gengið ágætlega, veiðimaður var í Hraunsfirði fyrir skömmu og veiddi fimm bleikjur, annar fékk tvö fiska. Í Hreðavatni hafa menn verið að fá fínan afla, einn fékk átta urriða á fluguna og annar fimm á maðkinn, allt í lagi fiskerí.
Mynd. Fiskurinn kominn á land. Mynd Atli Valur Arason.