Hreðavatm

„Já ég er með hann á!,“ sagði ungi veiðimaðurinn við Hreðavatn í fyrrakvöld og þetta var ósvikinn fögnuður, hann hafði veitt sinn annan silung á ævinni.  Veiðimaðurinn er Árni Rúnar Einarsson og þegar maður er ekki varla 7 ára, þá er þetta enn meiri sigur. Árni Rúnar landaði fiskinum alveg sjálfur á fluguna.

Árni Rúnar Einarsson með fiskinn sinn og hann fékk annan

Nokkrir veiðimenn voru að veiða og Árni Rúnar lang yngstur þennan daginn og það beit á annar fiskurinn og það dugi alveg, honum var sleppt. En sá fyrri fór í poka og upp í bíl beint að sýna öllum sem vildu. Þannig er veiðin maður getur sýnt aflann.

Veiðimenn hafa stundað vatnið grimmt í sumar en grisja þarf vatnið og það er víst í bígerð höfum við frétt, ekki veitir af.