Fréttir

Hollið landaði 23 löxum í Sandá

Àsta Guðjónsdóttir með fallegan lax úr Sandá. /Mynd Guðmundur

„Við vorum að hætta veiðum í Sandá í Þistilfirði og hollið endaði í 23 löxum, sem er bara mjög gott. Það voru göngur af smálaxi að detta inn í ána á síðustu flóðum,“ sagði Guðmundur Jörundsson sem á góðar minningar úr Sandá en maríulaxinn sinn veiddi hann í ánni 11 ára. 

„Áin er stórkostleg og gaman að veiða þarna hún er svo fjölbreytt,“ sagði Guðmundur sem var að veiða þarna með góðu fólki. Margir veiðimenn eins og Guðmundur og fleiri, halda tryggð við Sandá og veiða þarna á hverju ári. 

Veðurfarið hefur verið meiriháttar gott á Austurlandi síðustu daga og kannski erfitt að fá laxinn til að taka í yfir 20 stiga hita. En það á að kólna þegar líður á vikuna fyrir austan

Guðmundur Jörundsson með einn af mörgum löxum sínum úr Sandá í gegnum tíðina