Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Það á við víða um allt land þar sem menn fara með borinn og renna fyrir fisk. Fátt er betra en koma sér fyrir út á ísnum og dorga.
„Við erum búnir að fara víða og veiða núna af þeim sem af er vetri,“ sagði veiðimaður sem mikið stundar dorgveiði eins og fleiri veiðimenn, sem eiga erfitt með að bíða til næsta sumars. Ísinn er víða hnausþykkur þessa dagana en það á að hlýna næstu vikuna og staðan gæti breyst, þó varla alveg strax.
Hafravatn hefur mikið verið stundað í vetur og veiðimenn veitt ágætlega. Fyrir nokkrum dögum voru margir að veiða þar en fiskurinn er frekar smár, einn og einn í lagi. Meðalfellsvatnið er líka vinsælt.
Annar veiðimaður sagðist hafa farið upp í Borgarfjörð og veitt vel en var helvíti kalt samt en fiskurinn var í góðu tökustuði. „Við förum alltaf á eitt vatn sem gefur okkur vel af fiski, sagði veiðimaðurinn ennfremur.