Fréttir

Lax og bleikja að gefa sig í Vatnsdalsá í Vatnsfirði

„Þessi ungi veiðimaður Kristófer Aaron fékk maríulaxinn í veiðistað 3, fiskurinn tók Orange kröflu 1/4″, mikil gleði sem jókst til mikilla muna þegar hann landaði seinni fiskinum á stað 5,“ sagði Hjalti Þór Þorkelsson veiðimaður, sem var að koma úr Vatnsdalsá í Vatnsfirði og veiðin gekk ágætlega.

„Við fengum fjóra laxa og fimm bleikjur, svo komu veiðimenn á eftir okkur og þeir fengu fimm laxa og 29 bleikjur, þetta er skemmtileg veiðiá og gaman að strákurinn fékk þarna maríulaxinn sinn,“ sagði Hjalti enn fremur.

En eitthvað hefur veiðst af laxi í sumar og bleikjur í Vatnsdalsá í Vatnsfirði.