„Áin var alveg sprengfull af nýgengnum laxi og tökugleðin alveg í botni, fengum rigningu sem hafði allt að segja,“ sagði Eiríkur Garðar Eiríksson, sem var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit eftir flottan veiðitúr. Það rigndi vel á svæðinu í gær og það hefur allt af segja. Laxá í Leirársveit er komin í 100 laxa.
„Við veiddum 21 lax á fjórar stangir og misstum helling, fiskurinn tók mjög grannt. Þeir fóru af alveg við tána á manni en þetta var frábært, ég svaf bara út síðasta morguninn, maður var alveg búinn eftir öll þessi átök við laxinn og tökur. Laxá í Leirársveit bregst manni aldrei svo fer ég eitthvað í ágúst að veiða en þetta var verulega flott, ég og konan erum alveg sátt,“ sagði Eiríkur Garðar í lokin.
