FréttirRjúpanSkotveiði

Veiðimenn byrjaðir að veiða í jólamatinn

Rjúpurnar sem Sindri Snær veiddi í morgun Mynd/Sindri

Rjúpnaveiðin byrjaði í morgun og fóru margir til veiða víða um land. „Þetta var bara skítaveður en hlýtt,“ sagði veiðimaður fyrir norðan og bætti við; „fengum nokkra fugla en fuglinn er styggur,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

„Já ég geri á sjó frá Neskaupstað og það var bræla svo við fórum í land,“ sagði Sindri Snær Guðmundsson og bætti við; „ég ákvað að kíkja fyrir hádegi og fékk fjórar en sá örugglega um fimmtíu en þær voru rosalega styggar. Ég fór í land Omasstaða í Breiðdal og það var allt autt þar til ég kom upp á toppinn. Þar voru skaflar hér og hvar og þær lágu í þeim,“ sagði Sindri enn fremur.