Í norðan garranum í Vatnsdalnum í gærkvöldi var samkvæmt frétt Sporðakasts gerður nýr samningur milli Veiðifélags Vatnsdalsár og GogP ehf á aðalfundi félagsins. Þetta eru sannarlega tímamót því samningurinn er til 10 ára og leigan fyrir laxahlutann hækkar ekkert á milli ára á tímabilinu. Þetta er auðvitað gert í ljósi þess að engin veit hvernig veiðin verður næstu árin og ekki einu sinni næsta sumar.
Veiðifélag árinnar stígur þarna ákveðið skref fram á við því framtíðin er verulega óljós með laxveiðina en samningurinn er langur, allt getur gerst þennan tíma. Þetta er skynsamlegur samningur og ákveðin tímamót, það fer ekki á milli mála innan veiðiheimsins. Eigendur GogP eru Björn K Rúnarsson, Sturla Birgisson og Eric Clapton til helminga.
Ekki kæmi á óvart þó fleiri veiðifélög gerðu svolíka samninga á næstu árum, veiðin og þá sérstaklega laxveiðin er stórt spurningamerki. Það er sótt að náttúrulega laxastofnum úr öllum áttum og hvernig það endar er verulega erfitt að segja til um.
GogP eru einnig komnir með silungasvæði árinnar og þar verður byggt nýtt veiðihús.