Veðurfarið síðustu daga minnir mest á hamfarir, stórrigningar dag eftur dag og margar ár á stórum hluta landsins eins og stórfljót yfir að líta. Verst er þetta á Vesturlandi og árnar taka nokkra daga að jafna sig en það verður veisla þegar það raungerist. Veiðin var í fínu lagi áður en þessar hamfarir byrjuðu fyrir alvöru.
„Við vorum að byrja í lítilli nettri laxveiðiá í vikunni og mættum kvöldið áður fyrir tveimur dögum, en þá um kvöldið tók heldur betur að rigna,“ sagði veiðimaður sem ætlaði að veiða í litlu nettu ánni og bætti við; „daginn eftir fundum við ekki ána, allt var komið á flot, hlutir sem gerast kannski í september. Þetta er allt að breytast með hlýnun jarðar og verður miklu verra með hverju árinu. Sonur minn fékk eina flotta bleikju í vatnshafinu,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur