Fréttir

Yfir tólf hundruð fiskar á land

Heildarveiði í Mallandsvötnum á Skaga  sumarið 2024 var 1.268 fiskar.   Alls veiddust 913 urriðar og 355 bleikjur.  Mest veiddist í Skjaldbreiðarvatni, Selvatni og Álftavatni.  Hlutfall bleikju í heildarafla var 28%, en áhugavert er að hlutfall bleikju í Selvatni og Rangatjörnum var 40-45% af heildaraflanum úr þeim vötnum.  Meðalþyngdin var 1,5 pund en stærsti fiskurinn var 3,5 pund og veiddist hann í Rangatjörnum.  

Töluverðar framkvæmdir voru í sumar á Mallandsvötnum, í lok júlí var veiðivegurinn lagfærður töluvert, m.a. er vegurinn frá Selvatni að Rangatjörnum nú orðin fær flestum jepplingum.  Einnig voru framkvæmdir við veiðihúsið á Mallandi, kamína komin í stofuna og gamla hlaðan var gerð að vöðlugeymslu og þurrkaðstöðu og fyrir utan hana er nú komið flökunarborð til að gera að aflanum.  

Við erum þegar byrjuð að undirbúa næsta sumar og töluvert var um að veiðimenn óskuðu eftir að taka frá sama tíma að ári hjá okkur, en við reiknum með að hefja formlega sölu fljótlega upp úr áramótum.