Þessi frábæra mynd náðist í Urriðafossi í Þjórsá fyrir nokkrum árum, þegar makkerinn hávaði rangan lax. Það koma dagar þar sem fossinn algjörlega fyllist af laxi og þá eru laxar í öllum holum og kimum. Kannski ekki skrítið að þetta gerist hjá veiðimönnum og það í lituðu vatni eins og Þjórsá.
Fræg er sagan af Einari prentara í Leirvogsá þegar veiðifélagi hans setti í lax og Einar óð út í til að háfa laxinn. Einar fór varðlega að laxinum og háfaði hann en það hafði lítil áhrif á veiðimanninn, sem ennþá var með fiskinn á. Einar rotaði laxinn sem hann hafði hálfað og óð aftur úti og náði rétta laxinn eftir smá átök því sá lax var aðeins stærri en sá fyrri og honum var síðan landað. Þarna í hylnum var töluvert magn af fiski kannski 50 til 70 laxar, en aðeins einn á hjá veiðimanninum.
Svona geta hlutirnir gerst hvort sem það er Þjórsá eða Leirvogsá, bara skemmtilegt augnablik.