Átta sjóbirtingar á land
„Ég og Guðdís fórum ásamt Arinbirni, Stefaníu, Magnúsi og Bryndísi í Jónskvísl,“ sagði Niels Valur Vest, sem var að koma af veiðislóð um helgina og veiðin var fín.
„Geggjað flott veður og við náðum að landa átta sjóbirtingum og tveimur bleikjum og misstum annað eins. Stærsti var 81cm og bleikjurnar voru um 52 cm. Allt veitt og sleppt. Fullt af fiski að sýna sig,“ sagði Niels Valur í lokin.
Sjóbitingsveiðin er að komast á fleygiferð og veiðimenn byrjaðir að fá flotta veiði fyrir austan en reyndar hefur sjóbirtingurinn verið að sýna sig um allt meira og meira.

Myndir: Flottir fiskar úr Jónskvísl.

