Duglegur ungur veiðimaður
Hann Ýmir Andri Sigurðsson er ungur og stórefnilegur veiðimaður sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar kemur að veiði. Hann reynir að veiða eins oft og hann kemst þó hann sé ekki nema 8 ára og fyrir löngu búinn að veiða maríulaxinn sinn.
„Veiðin gekk bara vel í Þjórsá, fengum fina veiði og sonurinn er með með bullandi veiðidelluna en hann hefur veitt þarna núna 3 ár í röð og alltaf jafn gaman,“ sagði Sigurður Sveinsson faðir hans og bætti við; „hann hefur veitt víða með okkur og nokkrum sinnum í Þjórsá, en það þarf að passa hann vel þarna. Fyrsta laxinn veiddi hann í Þrjósá á Urriðafosssvæðinu, 5 ára kallinn. Við fengum 7 laxa núna á okkar stöng og stöngin á móti náði 4 löxum, misstum líka nokkra,“ sagði Sigurður enn fremur.
Fátt er skemmtilegra en að komast í veiða fyrir unga veiðimenn og fá að renna fyrir fisk í návígi en þarna þarf reyndar að fara mjög varlega við veiðarnar og kannski ekki staðurinn til byrja veiðiskapinn.
Urriðafoss í Þjórsá er komin með yfir 500 laxa, sem er frábær staða.