„Þetta er stórt umhverfisslys og það hefur sínar afleiðingar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra á Austurvelli í gær, þar sem hann var púðaður niður. En Guðlaugur stendur upp úr eftir daginn, hann þorði að mæta á staðinn til að taka á móti áskorun mótmælenda, fyrir framan stóran hóp laxveiðimanna, sem eru allt annað en hressir með stöðuna og þær afleiðingar sem sjókvíaslysið hefur haft.
Samstaðan á Austurvelli í dag var mögnuð, fólk kom langt að til segja meiningu sína um sjókvíaeldið. Slysið varð og eldislaxar eru mættir í fjölda laxveiðiáa og aðeins hefur náðst brot af þeim fiski sem slapp. Hinir dóla ennþá í hyljum ánna og blandast meir og meir náttúrlegum íslenskum laxastofni.
Veturinn er framundan, enginn veit hvað gerist í ánum þegar haustar. Þetta er bara byrjunin, næsta sumar kemur laxinn í árnar á ný, hvað gerist þá? Heldur ruglið bara áfram þar sem fleiri sjóeldislaxar sleppa? Það má ekki gerast, þetta verður að stoppa, það er bara ein leið í því; upp á land með kvíarnar, þá væri smá séns að bjarga einhverju. En alls ekki fyrr.