„Með árunum þykir mér orðið meira vænt um haustveiðina, þetta árið eins og oft áður var haustið betra en sumarið í veðri,“ sagði Stefán Gaukur Rafnsson, sem var að koma úr Grímsá í Borgafirði en áin hefur gefið 1000 laxa.

„Grímsáin er ein af mínum uppáhalds ám, þægileg til yfirferðar og laxinn víða og með góðum makker gerast ævintýrin. Fluguvalið voru nú meiri trúarbrögðin í Skógá; blá fyrir hádegi og green butt eftir hádegi,“ sagði Stefán enn fremur.