FréttirVeiðitölur

Rakel Ósk með flottan hæng

Rakel Ósk með 95 cm hæng í Ytri-Rangá sem er á toppnum

Rakel Ósk fékk þennan glæsilega 95 cm hæng í Ytri-Rangá síðasta þriðjudag og í 

vikunni veiddust 462 laxar í Ytri og er heildartalan 4748 – styttist í pönnukökur og lax númer fimm þúsund.

En kíkjum aðeins á veiðitoppinn; Ytri er efst en síðan kemur Eystri-Rangá með 2400 laxa, síðan Þverá með 1860 laxa, svo Miðfjarðará með 1200, Norðurá með 1150 laxa og síðan Selá í Vopnafirði með 1140 laxa og svona mætti áfram telja.

Sumarið er farið að styttast í annan endann, árnar að loka og veiðin hefur oft verið miklu betri.