Fréttir

Sextíu og fimm dagar í vorveiðina

Það styttist í vorveiðina 1. apríl og veiðimenn bíða spenntir að tímabilið hefjist.

Vorveiði á urriðasvæði Ytri-Rangár, urriðasvæðið, er frábær kostur fyrir þá sem leitast eftir stórum staðbundnum urriðum. Fá veiðisvæði á Íslandi bjóða upp á eins stóra meðalstærð á urriða og þetta svæði sem nær frá rótum Heklu niður að Mælabreiðu (beint fyrir ofan Árbæjarfoss), um 30 km í heildina. Eftir 15. júlí nær það frá rótum Heklu niður að Grjótneshyl (Geldingalæk) en hægt er að bóka gistingu í veiðihúsi Ytri-Rangár í maí og júní fyrir þá sem vilja taka fleiri en einn dag.