Sunna Freysdóttir mætti með Frosta afa sínum í Eystri Rangá til að læra að kasta flugu með tvíhendu og sækja maríulaxinn, það er ekki orðum ofaukið að segja að hún sé með efnilegri byrjendum sem mætt hafa. Eins og margir vita þá er ekki það auðveldasta að kasta með 15 feta sökkenda og þungri flugu! Tíu mínútum síðar small flugan hvar sem leiðsögumaðurinn vildi að hún lenti og maríulaxinn kom á. Var honum landað af fagmennsku, leiðsögumaðurinn þurfti að bregða sér frá og sinna hinni stönginni og á meðan landaði hún öðrum og háfaði þann þriðja fyrir afa sinn.
Fjör á árbakkanum og maríulaxinn kominn á land