„Við vorum við veiðar í Elliðaánum í vikunni og urðum var við lax á öllum svæðum, en það var ekki fyrr en við fórum í Höfuðhyl að við löndum laxi, maríulaxinn staðreynd hjá Andreu Lindu,“ sagði Árni Þór Einarsson í samtali en Elliðaárnar hafa gefið 644 laxa, sem er meiri veiði en á sama tíma í fyrra.
„Maríulaxinn tók lítinn sunray og þetta var tiu minutu barátta við fiskinn. Andrea Llind var svakalega hress með fiskinn og nú verður ekki aftur snúið, hún er komin með veiðidelluna,“ bætti Árni Þór við.
Mynd. Andrea Lind með maríulaxinn sínn úr Elliðaánum. Mynd Árni Þór