Fyrstu tölur úr Norðurlandskjördæmi eystra (Kelduhverfi). Eftir að hafa skoðað þær 72 rjúpur sem ég hef komið höndum yfir hingað til þá er niðurstaðan þessi: 51 stk. karri og 21 stk. hæna, eða u.þ.b. 72% karrar. Fullorðnir fuglar 32 stk. og ungar 38 stk. eða u.þ.b. 54% ungahlutfall. Tvo vængi var ekki hægt að greina (aldur) vegna skemmda.
Þetta gefur kannski vísbendingu um það sem koma skal. Það eru mikil vonbigði að ekki séu fleiri ungar. Þó júlí hafi verið svalur var mjög lítil úrkoma og varla hafa rjúpnaungar drepast þess vegna. Refir sjást víða og þá ennig í mikilli hæð þar sem rjúpan heldur sig og ekki er þar annað að éta fyrir refi. Þetta síðsta er til umhugsunar fyrir þá sem halda að refir veiði ekki fugla.
Tekið af skotveiðispjallinu