„Við fórum í Geitabergsvatn fyrir skömmu, en urðum ekki mikið var, prufaðar voru allar stærðir af Króknum, Black killer og peacock,” sagði Hákon Bjarnason og bætti við; „Hákon setti svo í einn urriða og var alsæll með að hafa landað sínum fyrsta fisk og er veiðibakterían núna kveikt, þetta var frábært,“ sagði Hákon um soninn og veiðidelluna.
Veiðivötnin eru heldur betur að tikka inn þessa dagana, fréttum af einum sem veiddi vel í Hreðavatni, nokkra góða fiska og svo nokkra minni reyndar í Langavatni. Annar veiðimaður fór í Hítarvatn og veiddi vel með nokkrum félögum, mest urriða.
„Þetta var flott en fiskurinn var svolítið djúpt í vatninu en gaman bara,” sagði veiðimaðurinn um veiðina.