„Hér með heitum við á drengina okkar í handbolta ef þeir ná inn í 8 liða úrslitin á HM,“ segir Finnur Harðarson, leigutaki Stóru-Laxá í Hreppum og bætir við: „Öllu landsliðinu er boðið til laxveiða í Stóru-Laxá 24. – 27. júní 2025. Yfirgæd er Hrafn H. Hauksson, aðstoðargædar verða Atli Már Finnsson, Sigurður Sveinsson og Valdimar Grímsson ásamt fleiri góðum. Yfirkokkur er Hildur Elva Finnsdóttir.
Býst svo við að vinur okkar Pálmi Gunnarsson taki lagið. Þjálfurum og öðru teymi liðsins verður boðið sér í veiði, verða líklega komnir með nóg af drengjunum okkar. Hér með skora ég á önnur fyrirtæki að heita á drengina okkar, 8 liða, 4 liða, undanúrslit og úrslit. Fórna hollinu mínu fyrir drengina,“ segir Finnur í lokin.
Liðið hefur staðið sig frábærlega en það er erfiður leikur við Króata í kvöld og allt getur gerst.