Almennar upplýsingar Lómurinn er straumlínulagaður og svipaður frænda sínum, himbrimanum, en þó mun minni. Hann er gráleitur, dökkur að ofan en ljós að neðan, með langa, mjóa vængi. Á sumrin er hann grár á höfði og hálshliðum, langröndóttur á afturhálsi
Sandlóa heldur sig einkum á sendnu landi og í möl, bæði við sjó og á melum og áreyrum inn til landsins. Hreiðrið er dæld í möl eða sand, óhulið, fóðrað með smásteinum og skeljabrotum. Dvelur utan varptíma á leirum og
Krossnefur er sérkennileg, stór finka með stóran gogg, skoltarnir ganga á misvíxl og ber fuglinn nafn sitt af því. Goggurinn er sérhæfður til að ná fræjum úr könglum. Karlfugl er oftast hárauður með dekkri vængi, en getur einnig verið appelsínugulur
Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er steggur auðþekktur á litnum. Hann er allur gljásvartur á fiður, nema flugfjaðrir eru gráar og eru handflugfjaðrirnar ljósastar. Ársgamall steggur er svartflikróttur á bringu, síðum og að ofan. Kollan er dökkmóbrún, með áberandi ljósari vanga og
Stari er þéttvaxinn, dökkur spörfugl, á stærð við skógarþröst og býr í nábýli við manninn. Hann hefur langan, oddhvassan gogg og fremur flatt enni, stutta, þríhyrnda, oddhvassa vængi og stutt og breitt stél. Í sumarfiðri er hann svartur með bláan,
Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni. Karlfuglinn er blágrár að ofan, með dekkri vængbrodda og dökkan stélsenda, ryðrauður að neðan og á hnakka, svartrákóttur á bringu og kviði, með ljósbrúna kverk og skálmar. Hann er minni