DorgveiðiFréttir

Hin árlega dorgveiðikeppni í Hafnarfirði

Hin árlega dorgveiðikeppni sumarnámskeiðanna í Hafnarfrirði  fer fram miðvikudaginn 22. júní við Flensborgarbryggju. Keppnin, sem stendur yfir frá kl. 13:30-15:00 er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskur 2022.
Hægt verður að fá færi og beitu á staðnum.
Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og mun Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó.
Börn sex til tólf ára eru hvött til að taka þátt.

Dorgveiðikeppni Hfj
Veiðin er okkur í blóð borin

Dorgkeppendur Hfj
Vænn ufsi og einlæg gleði

Myndir: Úr myndasafni, Dorgveiðikeppnin í Hafarfirði 2019.