„Það er komnir fimm laxar á land yfir 20 pund í sumar og það kom einn í Aðaldalnum í viðbót í vikunni,“ sagði Nils Folmer Jorgensen þegar við heyrðum í honum. Í gegnum tíðina hefur hann veitt þá nokkra yfir 20 pundinn og annan lax veiddi hann í Aðaldalnum fyrr í sumar og fisk yfir 20 pund veiddi hann síðar í Jöklu, svo eitthvað sé nefnt.
„Laxinn í Laxá í Aðaldal var 23 pund en þetta hefur verið frábært sumar hjá mér í veiðinni og ég veitt vel,” sagði Nils ennfremur.
Veiðin í Laxá í Aðaldal er rétt komin í 370 laxa og nær varla sömu tölunni og í fyrra. Drottningin má muna fífil sinn fegurri.