„Þetta var frábær dagur í Jöklu og það var fjör, þetta er allt að koma,“ sagði Þröstur Elliðason við Holaflúðina í gær og bætti við; „tólf laxar komu á land og greinilegt að laxinn er að mæta með lækkandi vatni. Og fyrsti laxinn ofan Hólaflúðar kom líka á land í dag. Var það 90 cm hrygna og veiðimaðurinn var þá með litla einhendu fyrir línu 4! Flestir voru vænir en einn smálax kom þó líka og fleiri sáust. Lofar það góðu að smálaxinn er að mæta nú þegar. Nokkrar myndir frá deginum fylgja hér með en spennandi dagar eru framundan hér í Jöklu,“ sagði Þröstur enn fremur.
Eldra efni
Frítt að veiða í Hlíðarvatni í Selvogi á morgun
Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu næstkomandi sunnudag hinn 9. júní. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Veðurspáin fyrir Selvoginn á
Mokveiði á Grímstunguheiði
„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum á svæðið, mikil þoka var þarna og töluverður vindur en bleikjan var einungis að taka fluguna og þá helst pínulitlar Zeldur sem er nú aðallega laxafluga frá Kjartani Antonssyni,“ sagði Eggert Sigurþór
Veiðiárnar að þorna upp á stórum svæðum – rigningaspár ekki að rætast
„Við vorum í Miðá í Dölum fyrir fáum dögum og þetta eru bara hamfarir, ekkert annað, fengum fimm bleikjur,“ sagði veiðimaður sem reyndi eins og hann gat í vikunni við erfiðar aðstæður og vatnsleysi. „Það var mikið af fiski á
Fyrstu tölur úr Kelduhverfi
Fyrstu tölur úr Norðurlandskjördæmi eystra (Kelduhverfi). Eftir að hafa skoðað þær 72 rjúpur sem ég hef komið höndum yfir hingað til þá er niðurstaðan þessi: 51 stk. karri og 21 stk. hæna, eða u.þ.b. 72% karrar. Fullorðnir fuglar 32 stk.
Síðasta holl veiddi sjö laxa í Hallá
„Veiðin gekk vel í Hallá og hollið veiddi sjö laxa og tvo sjóbirtinga,“ sagði Pétur Pétursson sem var að koma úr Hallá við Skagaströnd en fínt vatn er í ánni þessa dagana eins og víða á svæðinu, eftir miklar rigningar
31. árið hjá Óðflugum í Straumunum – gekk frábærlega
„Við vorum að koma úr Straumunum og þetta er 31 árið hjá okkur þarna við veiðar,“ sagði Vigdís Ólafsdóttir um þeirra árlega veiðitúr í Straumana og bætti við; „þegar við mættum voru komnir 10 laxar á tæpum mánuði og við