Norðurárdalur er dalur í Borgarbyggð norðan við Stafholtstungur og nær að Holtavörðuheiði. Þjóðvegur 1 liggur um dalinn og Norðurá rennur um hann. Í dalnum hefur myndast þéttbýli í kringum háskólann á Bifröst og búa þar um 250 manns.
Æðarfuglinn er sjófugl, einnig á varptíma, en slæðingur verpur við ár og vötn, allt að 40 km flugleið frá sjó. Það er við Úlfljótsvatn, en fuglinn fylgir ánum á varpstöðvarnar. Hann verpur í byggðum, oft stórum og þéttum, í hólmum
Djúpalónssandur er bogamynduð grunn vík, með sandi í botni og klettakví þar upp af. Vík þessi er með ströndinni milli Einarslóns og Dritvíkur, fyrir neðan Beruvíkurhraun og fyrir vestan Purkhóla á vesturströnd Snæfellsness. Hraunið gengur í sjó fram og djúpar gjárur
Almennar upplýsingarSpói er stór vaðfugl, háfættur og rennilegur. Hann er grábrúnn með ljósum fjaðrajöðrum að ofan, á bringu og niður á kvið en annars ljós á kviði og neðan á vængjum, með dökkbrúnan koll og augnrák en ljósa brúnrák og kverk. Hvítur gumpur og neðri hluti
Kjörlendi er við stöðuvötn og straumvötn þar sem bráð er að finna. Hreiðrið er í gjótu eða skúta í klettum eða bökkum, einnig í runnum og lyngi eða jafnvel í gömlum húsum og hrafnshreiðrum. Er á veturna aðallega á auðu