Í fyrra var ekki þverfótað fyrir hnúðlöxum í fjölda veiðiáa og í sumum ánum voru torfur af þessum fiski eins og fyrir austan. „Við vorum að veiða fyrir austan fyrir ári síðan og það voru ekkert nema hnúðlaxar í ánni, torfur af fiski,” sagði veiðimaður sem ekki saknaði fisksins fyrir fimm aura og bætti við; „var að veiða í þessari sömu á fyrir viku og sá bara venjulega fiska, sem betur fer,” sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Það hefur enginn talað um hnúðlaxa þetta sumarið og engir veiðimenn hafa saknað hans, svo ég viti. Fáir hafa rekist á þessa laxa í sumar, alla vega er ekki talað um hann eins og var í fyrra.
Það er kannski bara betra, meðan fáir sjást og veiðast. Veiðin á þeim getur líka verið misjöfn milli ára, það er heila málið.
Mynd. Hnúðlax kominn á land síðasta sumar.