Veiðitíminn er sannarlega farinn að styttast í annan endann aðeins er veitt í nokkrum veiðiám til að reyna að ná eldislaxinum. „Við ætlum að veiða í Stóru Laxá framm í vikuna,“ sagði Finnur Harðarson þegar við spurðum um Stóru. „Strákarnir halda að þeir hafi séð eldislax í Uppgöngugili tékkum á því vikunni,“ sagði Finnur enn fremur.
Og staðan var fín í Elliðavatni í dag enginn eldislax á ferðinni og einn og einn silungur að vaka í vatninu. Veðurblíðan upp á tíu og styttist í næsta veiðitíma sem vonandi býður ekki upp á einn einasta eldislax. Það var nóg sem boðið var upp á eftir slysið í sumar.